Íslenskir radíóamatörar / Icelandic Radio Amateurs

Á HRINGVEGINUM AWARD

Merki Í.R.A.

Í dag er

og klukkan er
 


Leita á síðunni
Search The Web Page

powered by FreeFind

Gestabók ÍRA
ÍRA GuestbookÁ hringveginum
Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum íslenskum radíóamatörum og hlusturum.
Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír í fjórum litum: rauðum, bláum, gulum og svörtum.
Heiðursskjal þetta var búið til árið 1994 en enginn hefur sótt um það ennþá.
Útgáfu þess hefur nú verið hætt.REGLUR FYRIR HEIÐURSSKJALIÐ Á HRINGVEGINUM


  1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum þeim sem hafa íslenskt amatörradíóleyfi og íslenskt hlustmerki.
  2. Markmið heiðursskjalsinns er að hvetja leyfishafa til að taka tækin með sér, og nota þau, þegar ferðast er um landið.
  3. Það eru engin tíðni, mótunar eða tíma takmörk (Það er að segja samböndin geta verið t.d. fimm ára gömul).
  4. Samböndin þurfa að hafa verið höfð innan sama almanaksárs.
  5. Kröfur:
    Að hafa á ferðalagi um Ísland, frá að minnsta kosti fimm kallsvæðum, heyrt í eða haft samband við aðra íslenska leyfishafa án þess að njóta aðstoðar frá rafveitu eða húsloftneti.
  6. Samböndin þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dag, mánuð, ár, tíma, tíðni, mótun og styrk og læsileika merkis verður að fylgja umsókn.
  7. Gjald fyrir heiðursskjalið "Á HRINGVEGINUM" er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í íslenskum krónum á hverjum tíma.