Íslenskir radíóamatörar / Icelandic Radio Amateurs

IRA ZONE 40 AWARD

Merki Í.R.A.

Í dag er

og klukkan er
 


Leita á síðunni
Search The Web Page

powered by FreeFind

Gestabók ÍRA
ÍRA GuestbookIRA Zone 40 Award


Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum.
Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 210X297 mm sérstakan bleksprautupappír í þremur litum: bláum, rauðum og svörtum.
Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í apríl 1994 og var fyrsti umsækjandi LAØBX, Sigfús Jónsson frá Noregi.

REGLUR FYRIR IRA ZONE 40 AWARD


  1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
  2. Það eru engin tímatakmörk á samböndum.
  3. Það eru engin takmörk á tíðnum, en öll samböndin verða að vera með sömu mótun til að hljóta heiðusskjalið, þ.e.a.s. 2XCW, 2XSSB eða 2XRTTY og svo frv. Séu öll samböndin á sömu tíðni verður Skjalið uppfært sem slíkt sé um það beðið.
  4. Kröfur:
  5. GCR listi, staðfestur af tveimur amatörleyfishöfum eða stjórnarmanni í amatörfélagi staðarinns (í okkar tilfelli Í.R.A.) verður að fylgja umsókn. Listinn verður að sýna unna stöð, dagsetningu, ár, tíma, tíðni, styrk og læsileika merkis og mótun. Heiðursskjalastjóri Í.R.A. áskilur sér þann rétt að QSL kort verði lögð fram telji hann þess þörf.
  6. Fyrsta skjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt.
  7. Gjald fyrir heiðursskjalið "IRA ZONE-40 AWARD" er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í Íslenskum krónum á hverjum tíma.