Íslenskir radíóamatörar / Icelandic Radio Amateurs

ICELAND ON SIX METERS AWARD

Merki Í.R.A.

Í dag er

og klukkan er
 


Leita á síðunni
Search The Web Page

powered by FreeFind

Gestabók ÍRA
ÍRA GuestbookIceland On Six Meters Award


Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum.
Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír og er fjöllita.
Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í júlí 1998 og var fyrsti umsækjandi G4UPS, Ted Collins frá Englandi.

Reglur fyrir ICELAND ON SIX METERS AWARD


  1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
  2. Heiðursskjalið er veitt fyrir að hafa samband við eða heyra íslenska radíóamatöra á sex metrum (50MHz).
  3. Það eru engin tíma eða mótunar takmörk.
  4. Kröfur:
  5. Sambönd þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dag, mánuð, ár, tíma, tíðni, mótun og styrk og læsileika merkis verður að fylgja umsókn.
  6. Fyrsta heiðursskjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt, uppfærsla fyrir einnar mótunar árangur er fáanleg sé um það beðið.
  7. Gjald fyrir "ICELAND ON SIX METERS AWARD" er 8 IRC'ar eða jafngildi þeirra í íslenskum krónum.