Íslenskir radíóamatörar / Icelandic Radio Amateurs

Markmið Í.R.A.

Merki Í.R.A.

Í dag er

og klukkan er
 


Leita á síðunni
Search The Web Page

powered by FreeFind
Gestabók ÍRA
ÍRA Guestbook

 1. gr. Heiti félagsins er "Íslenskir radíóamatörar", skammstafað Í.R.A. Félagið er hin íslenska deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra I.A.R.U. Region 1 og norrænu samtökum N.R.A.U.

 2. gr. Heimili félagsins er í Reykjavík með póstfang: Pósthólf 1058, ÍS-101 Reykjavík.

 3. gr. Markmið félagssins er að:

  1. Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna.
  2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.
  3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.
  4. Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum.
  5. Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu.
  6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.
  7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.
  8. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind.
  9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

 4. gr. Merki félagsins er tígullaga og er lengri hornalína tígulsins lóðrétt. Mynd merkisins er tákn loftnets, spólu, þéttis og grunntengingar, raðtengt, svo og stafirnir ÍRA. Grannur rammi fylgir útbrún merkisins.

  Félagar

 5. gr. tilvitnun: "Allir áhugamenn um radíótækni sem vilja starfa í samræmi við markmið félgasins geta gerst félagar, enda hafi umsækjandi um inngöngu kynnt sér þau og lýst sig samþykkan þeim."