Íslenskir radíóamatörar / Icelandic Radio Amateurs

Myndasafnið / Photo Collection

Merki Í.R.A.

Í dag er

og klukkan er
 


Leita á síðunni
Search The Web Page

powered by FreeFind
Gestabók ÍRA
ÍRA Guestbook
Myndasafn Í.R.A.

Myndirnar í þessu safni eru fá ýmsum atburðum úr félagsstarfi Í.R.A. Einnig eru þarna gamlar myndir úr söfnum látinna félaga. Myndirnar eru langflestar teknar af félögum í ÍRA og kann vefstjóri þeim hinar bestu þakkir fyrir.

Í.R.A. Photos

In this collection are photos from some club operations, members meetings and other miscellaneous club activities. There are also old photos from silent key members of IRA. Most of these photos are taken by various club members and the webmaster would like to thank them for their contribution.

2 metra loftnet sett á Þróttheima
Fimmtudaginn 8. maí var sett upp 7 elementa Yagi loftnet á Þróttheima og er það, meðal annars, ætlað til betri samskipta við Búra. Loftnetið smíðaði Friðrik Kristjánsson, TF3FK og var hann svo vinsamlegur að gefa félaginu loftnetið. Í.R.A. færir honum innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Myndirnar tók TF3AO Ársæll Óskarsson.

60 ára afmælishóf Í.R.A.
Í tilefni af 60 ára afmæli Íslenska radíóamatöra Í.R.A., sem var 14. ágúst 2006, bauð félagið félagsmönnum, öðrum radíóamatörum og velunnurum til veislu laugardaginn 2. september 2006 þar sem meðal annars voru sýnd gömul og ný amatör tæki. Hér eru nokkrar myndir frá veislunni. Myndirnar tóku Þór Þórisson TF3GW og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN.

Að leiðarlokum
Síðustu Morse sendingarnar úr Gufunesi. Myndirnar tók TF3HP Haraldur Þórðarson og fleiri.

Aðalfundur Í.R.A. 1998
Aðalfundur Í.R.A. Var haldin í Þróttheimum laugardaginn 28 febrúar 1998. Á fundinn mættu rúmlega 20 félagar. Hér eru nokkrar myndir frá fundinum sem TF3KB Kristján Benediktsson tók.

Aðalfundur Í.R.A. 1999
Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 28. febrúar 1999 Í þróttheimum. Á fundinn mættu um 30 félagar. Hér eru nokkar myndir frá fundinum. Myndirnar tók TF3GB Bjarni Sverrisson.

Aðalfundur Í.R.A. 2000
Aðalfundur Í.R.A. 2000 var haldin í Þróttheimum 20. maí. Á fundinn mættu rúmlega 20 félagar. Hér eru nokkrar myndir frá fundinum. Myndirnar tók TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Aðalfundur Í.R.A. 2001
Aðalfundur Í.R.A. 2001 var haldin í þróttheimum 18. maí. Á fundinn mættu rúmlega 20 félagar. Hér eru nokkrar myndir frá fundinum. Myndirnar tók TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Aðalfundur Í.R.A. 2002
Aðalfundur Í.R.A. 2002 var haldin í Þróttheimum 11. maí. Á fundinn mættu tæplega 20 félagar. Myndirnar tóku TF3GW Þór Þórisson og TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Aðalfundur Í.R.A. 2003
Aðalfundur Í.R.A. 2003 var haldin í nýju húsnæði félagsins að Skeljanesi í Reykjavík 17. maí. Á fundin mættu rúmlega 20 félagar. Myndirnar tók TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Aðalfundur Í.R.A. 2004
Aðalfundur ÍRA 2004 var haldinn í félagsheimilinu í Skeljanesi í Reykjavík 15. maí. Á fundinn mættu um 16 félagsmenn. Myndirnar tóku Þór Þórisson TF3GW, Ársæll Óskarsson TF3AO og Brynjólfur Jónsson TF5BW.

Aðalfundur Í.R.A. 2005
Aðalfundur ÍRA 2005 var haldinn í félagsheimilinu í Skeljanesi í Reykjavík 28. maí. Á fundinn mættu rúmlega 20 félagsmenn. Myndirnar tók Brynjólfur Jónsson TF5BW.

Aðalfundur Í.R.A. 2006
Aðalfundur ÍRA 2006 var haldinn í félagsheimilinu í Skeljanesi í Reykjavík 20. maí. Á fundinn mættu rúmlega 20 félagsmenn. Myndirnar tók Brynjólfur Jónsson TF5BW.

Aðalfundur Í.R.A. 2007
Aðalfundur ÍRA 2007 var haldinn í félagsheimilinu í Skeljanesi í Reykjavík 19. maí. Á fundinn mættu rúmlega 20 félagsmenn. Myndirnar tók Brynjólfur Jónsson TF5BW.

Bretar í Flatey á Breiðafirði í maí 2007

Jeff, G4ELZ og Steve, G4EDG komu gagngert til Íslands í maí 2007 til að operera frá Flatey, EU-168 fyrir IOTA. Í bréfi til TF3DC sem fylgdi þessum myndum segja þeir félagar frá upplifun sinni:
“As you see from the pics, what a great rf takeoff on Flatey and so quiet. The whole thing was a success for us and a great experience.”
Félagarnir höfðu um 7 þús. sambönd í um viku dvöl sinni á landinu.  Þeir keyrðu “berfættir” og allur búnaður og loftnet sem þeir þurftu rúmaðist innan þeirra 20 kg sem þeir máttu hafa meðferðis hvor um sig.
73 de TF3DC

CQ WW CW Contest í nóvember 1997
CQWW CW contestinn, sem haldinn er í lok nóvember ár hvert, er ein af nokkrum stórum keppnum sem haldnar eru í amatör heiminum á hverju ári. Þátttaka ÍRA árið 1997 var óvenju glæsileg. Félagið bauð til sín hópi þekktra keppnismanna erlendis frá og skal þar fremstan meðal jafningja telja Martti Laine OH2BH. Á þeim 48 tímun sem keppnin stóð hafði klúbbstöðin TF3IRA tæplega 11 þúsund sambönd. Einn Íslendingur tók þátt í keppninni með gestunum en það var Bjarni TF3GB. Myndirnar tóku TF5BW Brynjólfur Jónsson og N6HR.

CQ WW SSB Contest 1999
CQ WW SSB contestinn, sem haldinn er í lok október ár hvert, er ein af nokkrum stórum keppnum sem haldnar eru í amatör heiminum á hverju ári. Þátttaka Í.R.A. árið 1999 var óvenjuleg að því leyti að í fyrsta skipti veitti Póst og Fjarskiptastofnun tæknileyfishöfum heimild til að starfrækja félagsstöðina á stuttbylgjum undir stjórn HF leyfishafa. Myndirnar tók TF3VS Vilhjálmur Í. Sigurjónsson.

CQ WW CW Contest í nóvember 2000
TF3CW í CQWW CW contestinum Nóv 2000 frá Þróttheimum og notar kallmerkið TF3IRA. Meðal loftneta sem notuð voru var langur vír neðan í helíum loftbelg. Myndirnar tó TF3KB Kristján Benediktsson.

CQ WW WPX SSB Contest 2000
Í.R.A. tók þátt í CQ WW WPX SSB contestinum 2000. Myndirnar tóku TF3AO Ársæll Óskarsson, TF3FK Friðrik Kristjánsson og TF5BW Brynjólfur Jónsson.

CQ WW WPX SSB Contest 2001
Í.R.A. tók þátt í CQ WW WPX SSB Contest 2001. Myndirnar tók TF3VS Vilhjálmur Í. Sigurjónsson.

Elding í loftnet hjá LA0BX
Þór með hamarinn. "You've got a friend" stóð í handbókinni sem fylgdi með lóðrétta 18AVT/WB loftnetinu sem ég keypti árið 1977. Þessi vinátta entist í 23 ár en þá bar svo við snemma einn ágúst morgun að hann Þór með hamarinn var á ferðinni og sló í kringum sig af miklum móð. Myndirnar tók LA0BX/TF5SJ Sigfús Jónsson.

Endurvarpinn Búri
Loftnetið fyrir endurvapan á Búrfelli. Myndirnar tók, að ég held, TF3GW Þór Þórisson.

Endurvarpinn Bláfjöllum
Það þurfti að klappa endurvarpanum okkar í Bláfjöllum. Myndirnar tók TF3AO Ársæll Óskarsson.

Endurvarpinn Tóti Vaðlaheiði
Í ágúst 1997 mætti vaskur hópur radíóamatöra að sunnan til uppsetningar á loftneti fyrir endurvarpa á Vaðlaheiði. Endurvarpinn, mun heita Tóti til minningar um Þórhall Pálsson TF5TP (Silent Key). Endurvarpinn var síðan settur upp í júlí 1998. Ýmislegt er búið að gera við endurvarpann síðan hann var settur upp. Sett hefur verið á hann fullkomin Band Pass sía og móttökuformagnari hann stilltur frá A-Ö og haustið 2000 var sett upp nýtt 7,6db loftnet sem bætir til muna alla notkun endurvarpans. Sigurður Harðarson TF2WST setti loftnetið upp en TF3GW, TF3S/TF5S og TF5BW lögðu nýjan kapal frá húsinu út í loftnetið. Kom nú að góðum notum auka rörið sem lagt var 1997. Myndirnar tóku TF3AO Ársæll Óskarsson, TF3TXT Heimir Jónsson og TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Ferðin til ZL
Í maí 1999 fór Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX í pílagrímsferð til Nýja Sjálands til að hitta þarlenda radíóamatöra sem hann var búinn að vera í sambandi við til margra ára. Hér eru nokkrar myndir frá því tilefni. Myndirnar tók Vilhjálmur Kjartansson TF3DX.

Félagsfundur Í.R.A. 12. október 1997
Stjórn Í.R.A. boðaði til félagsfundar sunnudaginn 12.10.1997. Umræðuefnið var "Reglugerð um radíóleyfi áhugamanna." Óhætt er að segja að þetta efni hafi kveikt svolítið í mönnum því 24 félagar mættu á fundinn. Umræður urðu töluvert heitar á köflum sem vænta mátti þegar þessi mál eru á dagskrá. Myndirnar tóku TF3KM Kristján Magnússon og TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Félagsfundur Í.R.A. 23, október 1999
Í.R.A. boðaði til félagsfundar til kynningar á tillögum að nýrri reglugerð fyrir radíóamatöra. Myndirnar tók TF5BW Brynjólfur Jónsson.

Félagsfundur Í.R.A. 02. febrúar 2002
Í.R.A. bauð til kaffisamsætis í febrúar 2002. Vegna slæms veðurs mættu færri en ætlað var. Myndirnar tók TF3GW Þór Þórisson.

Félagsfundur Í.R.A. 14. janúar 2006
Frá félagsfundi Í.R.A. sem haldin var 14. janúar 2006. Ekki er vitað hver tók myndirnar.

Félagsheimili OY í Færeyjum
TF5BW brá sér í heimsókn til frænda sinna í Færeyjum 1998 og tók nokkra myndir af félagsheimili OYara.

Flutt úr Þróttheimum
Loftnet og turn tekið niður í Þróttheimum og flutt í Skeljanesið. Myndirnar tók TF3VS og eru þær teknar í mars 2003.

Frá námskeiði 2003 Morse kennsla
Morse kennsla á radíóamatörnámskeiði í janúar og febrúar 2003.

Gamlar myndir úr safni TF3MB
Haraldur Sigurðsson TF3A færði félaginu þessar myndir en þær eru að mestu úr safni Magnúsar Blöndal TF3MB (SK).

Gamlar myndir úr safni TF5TP
Stefán Þórhallsson TF3S færði félaginu þessar myndir en þær eru úr safni föður hanns Þórhalls Pálssonar TF5TP (SK).

Gamlar myndir frá Þórhalli Pálssyni TF5TP
Myndir þessar eru að mestu leiti teknar á heimili TF5TP Þórhalls Pálssonar (SK) en sonur hans TF3S Stefán Þórhallsson færði félaginu þær.

HF loftnet við Þróttheima
Frá uppsetningu Forc-12 C3 bíminu sen the South China See DX Team gaf félaginu haustið 1997. Myndirnar tóku TF3AO Ársæll Óskarsson og TF3KM Kristján Magnússon.

Heimasmíðaður loftnetstjúner frá TF5DZ
TF5DZ Jón E. Berg er áhugamaður um loftnetstunera. Þessar myndir tók hann af einum sem hann smíðaði sér.

Heimsókn Í.R.A. félaga í fjarskiptasafn Símans
24. nóvember 1998 bauð Landssíminn Í.R.A. félögum að skoða ný opnað fjarskiptasafn sitt í gömlu loftskeytastöðinni á melunum í Reykjavík. Fjöldi félagsmanna nýtti sér þetta glæsilega boð. Hér eru nokkrar myndir frá því tilefni. ÍRA kann Landssímanum bestu þakkir fyrir höfðinglegt boð. Myndirnar tók TF3TXT Heimir Jónsson.

Heimsókn LA2RR Ole Garpestad til Í.R.A.
Fjölskyldan Garpestad, Ole LA2RR, Karin LA8UW og Kjetil létu gamlan draum rætast að sækja Ísland heim, eftir langt hlé. Ole er fulltrúi norðurlandanna í stjórn IARU Region 1 og var kjörinn forseti norska amatörfélagsins NRRL viku eftir að hann kom heim frá Íslandsferðinni. Hann hefur um árabil gegnt embættum NRAU/IARU tengils og refaveiðimálastjóra, RPO manager, fyrir norska félagið og gegnir þeim áfram. Hann var formaður NRAU og fundarstjóri á síðasta NRAU fundi 1999 og vann við skipulagningu og undirbúning fundarins ásamt ráðstefnu IARU Region 1 í Lillehammer 1999. Á ferð sinni hér á landi hitti hann stjórn ÍRA og fleiri ÍRA félaga, m.a. til skrafs og ráðagerða um næsta NRA fund, sem fyrirhugaður er á Íslandi árið 2002.

Heimsók SM5XW Göran Erikson til Í.R.A.
Formaður Sænska amatörfélagsins heimsótti Í.R.A. í Mars 2005. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO.

IARU fundur 1999
IARU Region 1 fundur í Lillehammer í Noregi í september 1999. TF3KB Kristján Benediktsson fór á fundin fyrir hönd Í.R.A. og tók þessar myndir.

Í.R.A. kynning 17. júní í Hljómskálagarði
Þetta eru myndir teknar 17. júní fyrir margt löngu síðan niður í hljómskálagarði þar sem Í.R.A. var með kynningu. Myndirnar eru frá TF3VG Valtý Einarssyni.

Keppnisferð í Otradal í september 2005
Þeir félagar Ársæll Óskarsson TF3AO og Bjarni Sverrisson TF3GB brugðu sér í keppnisferð til Þorvaldar vestur í Otradal í september 2005. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO.

Keppnisferð í Otradal í september 2006
Þeir félagar Ársæll Óskarsson TF3AO og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN brugðu sér í keppnisferð til Þorvaldar vestur í Otradal í september 2006. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO.

Kynning á amatörradíói í Iðnskóla Reykjavíkur
Þessar myndir eru frá kynningu á amatörradíói í Iðnskóla Reykjavíkur. Ekki er vitað hvenær þær eru teknar né hver tók þær en þær eru frá TF3TXT Heimi Jónssyni.

Kynningarfundur hjá Í.R.A. 31.10.1997
Jón Þóroddur TF3JA mætti á fundinn og hélt erindi.

Kynningarfundur hjá Í.R.A. 14.10.2004
Hans Utne TF8BK Mætti á fundin og hélt fyrirlestur um APRS. Mynirnar tóku Ársæll Óskarsson TF3AO og Þór Þórisson TF3GW.

Kynningarfundur hjá Í.R.A. 17.02.2005
Kristján Benediktsson TF3KB mætti á fundin og hélt fyrirlestur um digital útvarp. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO.

Langbylgjustöð RÚV á Gufuskálum
TF3KB Kristján Benediktsson bauð ÍRA félögum að skoða langbylgjustöð Ríkisútvarpsins á Gufuskálum. Þátttaka var ekki mikil en TF3VET Sveinbjörn Jónsson og TF3TXT Heimir Jónsson, sem tók myndirnar, fóru.

Loftnetakvöld 25.04.2007
Miðvikudaginn 25.04.2007 boðuðu þeir Guðmundur Ingi TF3IGN ásamt Andrési TF3AM til loftnetafræðslu í Kíwanis húsini í Mosfellsbæ. Mæting var ágæt þrátt fyrir stuttan fyrivara. Þetta var gott framtak hjá TF3IGN að boða til kvöldsins en þess verður að geta að hann naut aðstoðar konu sinnar við kaffi veitingar og ber þeim þakkir fyrir og að sjálfsögðu þakkir til TF3AM að taka verkefnið að sér. TF3HP formaður IRA færði TF3AM fyrir hönd IRA sérstakar þakkir fyrir að taka að sér loftnetakvöldið. Myndirnar tók Jón Svavarsson TF3LMN.

Mótttaka há Landssímanum
Að lokinni skoðun á fjarskiptasafninu, 24. nóvember, bauð Landssíminn Í.R.A. félögum ásamt gesti félagsins, Wayne Green W2NSD, til móttöku í gamla Sigtúni við Austurvöll. Þar flutti Wayne Green fyrirlestur sem hann nefndi "The day Kruchev saved amateur radio - yes I was there." Um 40 félagsmenn mættu á staðinn og áttu þar ánægjulega kvöldstund og hér eru nokkrar myndir frá því tilefni. ÍRA kann Landssímanum bestu þakkir fyrir höfðinglegt boð. Myndirnar tók TF3TXT Heimir Jónsson.

Myndir frá Austur Timor úr safni TF4M
Myndirnar eru úr safni Þorvalds Stefánssonar TF4M og teknar af honum þegar hann var að störfum á Austur Timor á vegum Sameinuðu Þjóðanna.

Myndir frá Níels TF3NJ/VA6NJ
Níels er búsettur í Kanada og smíðaði sér athyglivert Quad loftnet. Hér eru myndir af því og fleiru.

Nordisk Radio Amateur Union fundur 1999
TF3KB, Kristján Benediktsson, IARU/NRAU tengiliður Í.R.A. við þessi félög sótti fundinn sem haldin var við Hurdalsvatn í Noregi 20.-22. ágúst 1999. Hér eru myndir af þátttakendum sem Kristján tók á fundinum.

Nordisk Radio Amateur Union fundur 2002
Nordisk Radio Amateur Union (NRAU) eru samtök norrænna landsfélaga radíóamatöra, sem Í.R.A. á aðild að. Þessi samtök héldu fund í Borgarnesi 22. til 24. ágúst sl. í boði ÍRA. Hér eru fundargestir. Myndirnar tók LA4LN.

Nýtt húsnæði Í.R.A. í Skeljanesi
Í febrúar 2003 fékk Í.R.A. nýja félagsaðstöðu í þjónustumiðstöð ÍTR í Skeljanesi. Myndirnar tók TF3VS Vilhjálmur Í. Sigurjónsson.

Óvæntir bólfélagar
Þarna má segja að séu óvæntir bólfélagar en myndirnar eru frá tónleikum Í.R.A. og Orgelkvartettsins Apparats. Myndirnar tóku TF3AO Ársæll Óskarsson og TF3KB Kristján Benediktsson.

Radíóamatörnámskeið vorið 1998
Fyrir nokkru hófst námskeið fyrir verðandi radíóamatöra hjá Í.R.A. Þessu námskeiði mun ljúka fyrripartinn í maí með prófi. Hér eru nokkrar myndir af kennurum og nemendum. Þessar myndir eru eftirtökur af myndbandi sem Kristján Benediktsson TF3KB tók.

Radíóamatörar
Ýmsar myndir af radíóamatörum.

Radíóskátar á landsmóti skáta 1999
Radíóskátar voru mjög virkir á landsmóti skáta sem haldið var að Úlfljótsvatni dagana 13.-20. júlí 1999. Hér eru nokkrar myndir sem Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD og Konráð Þórisson ,TF3KET tóku.

Rápstangarkynning var haldin í Skeljanesi þann 31. ágúst 2006
Rápstangarkynning var haldin í Skeljanesi þann 31. ágúst 2006, en þá stóð Kristinn Andersen, TF3KX, fyrir sýningu á stöngum sem hann og nokkrir aðrir höfðu pantað í félagi frá Þýskalandi.
Hér kemur heimasíðan fyrir þá sem hafa áhuga: http://www.spiderbeam.net/sb/home/index.php
Hægt er að fá 12m og 18m stangir. Einnig voru til sýnis stangir frá öðrum framleiðendum svo sem MFJ o.fl. sem hafa reynst mönnum vel, bæði fyrir ferðanet og varanlegri net.
Sett var upp loftnet fyrir 80m á svipstundu á eina stöngina. Stangirnar eru sérlega meðfærilegar.
Myndirnar tók Óskar Sverrisson TF3DC.

SAC SSB Contest 1999
Frá SAC SSB Contestinum 1999. Ekki er vitað hver tók myndirnar.

Skemmtikvöld Í.R.A. 24.01.2004 í Skeljanesi
Myndirnar eru teknar á skemmtikvöldi Í.R.A. í Skeljanesi 24. janúar 2004. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO.

Skemmtikvöld Í.R.A. 19.03.2005
Myndirnar eru teknar á skemmtikvöldi Í.R.A. í Skeljanesi 19. mars 2005. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO.

TF útileikarnir 1998 frá LA0BX
Eins og oft áður þá tók Sigfús Jónsson LA0BX/TF5SJ þátt í TF útilekunum 1998.

TF4M í Otradal í ágúst 2004
Þorvaldur Stefánsson TF4M hefur staðið i stórræðum í sumar á jörð sinni í Otradal í Arnarfirði á vestfjörðum. Þar hefur hann reist tvö rombuloftnet, eitt sem stefnir á Japan og annað sem stefnir á Evrópu, og það þriðja er langt komið en það mun stefna á U.S.A. Virkni þessarra lofneta og stöðvarinnar er með eindæmum og þarf örugglega að leita langt út fyrir landsteinana til að finna eitthvað þessu líkt. Myndirnar tók Brynjólfur Jónsson TF5BW.

TF7RX í Vestmannaeyjum 2000
TF8GX og TF3MLT tóku þátt í contest frá Vestmannaeyjum árið 2000. Myndirnar tók TF3MLT Ólafur B. Ólafsson.

Uppsetning á nýju SteppIR loftneti við Skeljanes í október 2006
7. október 2006 mættu nokkrir vaskir félagar Í.R.A. í félagsheimilið í Skeljanesi til uppsetningar á nýju 3. elementa SteppIR loftneti. Hér eru nokkrar myndir frá þeim atburði. Myndirnar tók Ársæll Óskarsson TF3AO .

Uppsetning turns og loftneta við Skeljanes í nóvember 2003
Í nóvember 2003 tóku vaskir félagar Í.R.A. sig til og settu upp turn og loftnet við nýja félagsheimilið í Skeljanesi. Hér eru nokkrar myndir frá þeim atburði. Myndirnar tóku Eggert TF3AS, Friðrik TF3FK og Haraldur TF3HP.

Viðgerð á loftnetum við Þróttheima
Laugardaginn 15. 9. 2001 hittust TF3HP, TF3FK, TF3VS, TF3RJ, TF3TNT og TF3GST í Þróttheimum þar sem þeir RJ og GST klifu af mikilli íþrótt í mastrið og losuðu loftnetið niður. Það hafa verið vandamál með það, og talið rétt að taka það niður fyrir veturinn í klössun, en ætlunin er að koma því upp aftur um næstu helgi. Þá var R7 vertikal netið einnig tekið niður og reynist það vera stórlaskað af veðurálagi, 1 spóla sennilega brotin og 3 af Gamma-match elementunum brotin þannig að ekki var von að það væri nothæft. TF3FK verður aðalmeinatæknir þeirra aðgerða sem fram fara á loftnetunum núna og lét hann eins og þetta yrði ekki mikið mál. Myndirnar tók Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.

Vitahelgin í Knarrarósi 1998
Í.R.A. tók þátt í vitahelginni (Lighthouse Weekend) í ágúst 1998. Kallmerkið TF3IRA/1 var notað og höfð um 500 sambönd. Þó nokkrir félagar mættu á staðinn, sem er á suðvestur ströndinni, og áttu þar ánægjulega helgi. Hér eru nokkrar myndir af því tilefni. Myndirnar tók TF3TXT Heimir Jónsson.

Vitahelgin í Knarrarósi 1999
Í.R.A. tók aftur þátt í vitahelginni (Lighthouse Weekend) í ágúst 1999. Kallmerkið TF1IRA var notað. Þó nokkrir félagar mættu á staðinn, sem er á suðvestur ströndinni, og áttu þar ánægjulega helgi. Hér eru nokkrar myndir af því tilefni. Myndirnar tók TF3AO Ársæll Óskarsson.

Vitahelgin í Knarrarósi 2000
Enn einu sinni tók Í.R.A. þátt í vitahelginni (Lighthouse Weekend) í ágúst 2000. Kallmerkið TF1IRA var notað og höfð um 500 sambönd. Þó nokkrir félagar mættu á staðinn, sem er á suðvestur ströndinni, og áttu þar ánægjulega helgi. Hér eru nokkrar myndir af því tilefni. Myndirnar tók TF3AO Ársæll Óskarsson.

Vitahelgin í Knarrarósi 2001
Að sjálfsögðu tók Í.R.A. þátt í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) í ágúst 2001. Kallmerkið TF1IRA var notað og höfð um 650 sambönd. Þó nokkrir félagar mættu á staðinn, sem er á suðvestur ströndinni, og áttu þar ánægjulega helgi þó veðrið hefði mátt vera betra. Hér eru nokkrar myndir af því tilefni. Myndirnar tók TF3AO Ársæll Óskarsson.

Vitahelgin í Knarrarósi 2003
Að sjálfsögðu tók Í.R.A. þátt í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) í ágúst 2003. Kallmerkið TF1IRA var notað. Þó nokkrir félagar mættu á staðinn, sem er á suðvestur ströndinni, og áttu þar ánægjulega helgi þó veðrið hefði mátt vera betra. Hér eru nokkrar myndir af því tilefni. Myndirnar tók TF3GB Bjarni Sverrisson.

Vitahelgin í Knarrarósi 2004
Í 7. skipti tók Í.R.A. þátt í Vitahelginni (Ligthouse Weekend)frá Knarrarósvita í ágúst 2004. Að venju var kallmerkið TF1IRA notað. Um 7 félagar voru á staðnum frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds og áttu þar ánægjulega helgi í ágætu veðri. Nokkrir félagar komu einnig í heimsókn. Skilyrði hefðu mátt vera betri en um 200 sambönd náðust. Myndirnar tóku Ársæll TF3AO og Brynjólfur TF5BW.

Vitahelgin í Knarrarósi 2005
Þátttaka í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) frá Knarraósvita er orðin fastur liður á dagskrá Í.R.A. og er þetta 7. árið í röð sem farið er í vitann. Skilyrði voru með betra móti og voru höfð hátt í þúsund sambönd. Að venju var kallmerkið TF1IRA notað. Nokkrir félagar mættu á svæðið en hefðu mátt vera fleiri. Myndirnar tóku Sveinn TF3SNN og Ársæll TF3AO.


Vitahelgin í Knarrarósi 2006
Þátttaka í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) frá Knarraósvita er orðin fastur liður á dagskrá Í.R.A. og er þetta 8. árið í röð sem farið er í vitann. Skilyrði voru með betra móti og voru höfð hátt í þúsund sambönd. Að venju var kallmerkið TF1IRA notað. Mjög góð þáttaka var og voru sumir félagar mættir uppúr hádegi á föstudeginum. Sett voru upp allskonar loftnet og voru rápstengur óspart notaðar. Myndirnar tóku Haraldur TF3HP og Vihjálmur TF3VS.


Vitahelgin í Knarrarósi 2007
Þátttaka í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) frá Knarraósvita er orðin fastur liður á dagskrá Í.R.A. og er þetta 9. árið í röð sem farið er í vitann. Skilyrði voru með betra móti og voru höfð hátt í þúsund sambönd. Að venju var kallmerkið TF1IRA notað. Mjög góð þáttaka var og voru sumir félagar mættir uppúr hádegi á föstudeginum. Sett voru upp allskonar loftnet og voru rápstengur óspart notaðar. Myndirnar tóku Andrés TF3AM, Ársæll TF3AO og Halldór TF3GC.

Ýmislegt úr starfi Í.R.A. og fleiri
Samsafn af myndum úr starfi Í.R.A. og fleiri.

Ýmislegt úr starfi Í.R.A. 2
Samsafn af myndum úr starfi Í.R.A.
Myndirnar tóku Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, Óskar Sverrisson TF3DC; Haraldur Þórðarson og fleiri.

Ýmsar gamlar myndir
Ýmsar gamlar myndir sem félaginu hafa áskotnast.