Íslenskir radíóamatörar / Icelandic Radio Amateurs

Reglur fyrir TF útileikana

Merki Í.R.A.

Í dag er

og klukkan er
 


Leita á síðunni
Search The Web Page

powered by FreeFind

Gestabók ÍRA
ÍRA Guestbook

Hér er hægt að sækja reglurnar í PDF formi
Hér er hægt að sækja radíódagbók í PDF formi
Hér er hægt að sækja samantektarblað í PDF formi
Hér er hægt að sækja QTH Locator kort í ZIP/GIF formi
Hér er hægt að sækja Kallsvæðakort í PDF formi

TF-útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert. Tilgangur útileikana er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra, einkum að því er varðar notkun færanlegra stöðva við sambönd innanlands og jafnframt vera mönnum til nokkurrar ánægju við sameiningu útivistar og amatörradíós.

1. Aðalþátttöku tímabil:

kl. 1700-1900 laugardag
kl. 0900-1200 sunnudag
kl. 2100-2400 sunnudag
kl. 0800-1000 mánudag


Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO.

Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín.

Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi, samanber þó að 40/30/20/17/15/12/10 metrar reiknast sem eitt band.

Þeir sem eru með VFO ættu ekki að rabba um daginn og veginn á tíðnum hinna sem eru kristalstýrðir.

Munið nýju innanlandstíðnina 3633 kHz.

2. Skilaboð

 1. Lágmarksupplýsingar sem skipst er á eru: RST og QSO númer. Athugið að láta kallsvæðisnúmer koma fram í kallmerkinu. Þetta er nægjanlegt til fullgildra sambanda.

  Auk þess geta þátttakendur fengið viðbótarpunkta fyrir að skiptast á eftirtöldum upplýsingum:

 2. QTH eða QTH-lokator, loftnet, inngangsafl í wöttum og ER eða RA.

 3. ER (Ekki rafveita) þýðir að stöðin fái rafmagn sitt að engu leiti frá rafveitukerfi.
  RA þýðir að stöðin fái rafmagn sitt að einhverju leyti frá rafveitukerfi.

  Einnig eru gefnir punktar fyrir:

 4. QTC (Skilaboð) bæði send og móttekin. QTC eru upplýsingar um QSO (tíma, kallmerki og tíðni), sem þátttakandi hefur haft áður í útileikunum og sendir annarri stöð ásamt þeim upplýsingum, sem hann tók á móti.
  Upplýsingar um hvert QSO má aðeins senda einu sinni í QTC og má sendingin fara fram á hvaða þátttökutímabili og bandi sem er (þó ekki HF QSO á VHF eða öfugt).
  Senda má hámark þrjú QTC (þ.e. upplýsingar um 3 QSO) til hverrar stöðvar og QTC'ið má ekki greina frá QSO'i þeirra á milli. QTC má ekki segja frá utanlands-QSO'i nema við íslending erlendis. Aðeins má senda hvert QTC einu sinni.
  Dæmi: QTC 1630 TF3ÞÞ 3633 569 012 Hengill LW 5W ER.
  Sá sem sendi þetta hafði QSO við TF3ÞÞ kl. 1630 á 3633 kHz og tók á móti RST 569 og QSO númeri 012 frá honum og því að hann var staddur í Hengli, notaði LW og var með 5W ER stöð.

3. Fullgild QSO

Samband telst þá og því aðeins fullgilt að:

 1. Báðar stöðvar hafi náð kallmerkjum rétt.
 2. RST og QSO númer séu rétt móttekin hjá báðum.
 3. Heyrst hafi R ("Roger" eða allt rétt móttekið) frá stöðinni , sem skipt er við um að hún hafi náð öllu réttu.

4. Bönd

Nota má öll amatörbönd, sem heimil eru skv. reglugerð og leyfisbréfi þátttakanda. þó er þátttaka á tíðnum á VHF og UHF alveg óháð þátttöku á HF og MF (sjá 9. lið). Enn fremur reiknast 40/30/20/17/15/12/10 metra böndin sem eitt band í punktagjöf.

5. Punktar

Punktar eru reiknaðir fyrir viðskipti við stöð ef fullgilt QSO næst við hana skv. skilgreiningunni að framan (liður 3). Punkta fjöldi á hverju bandi fer eftir þeim upplýsingum sem skipst er á þannig:

 1. Fyrir rétt RST og QSO númer 10p.
 2. Fyrir rétt QTH, loftnet, afl ER/RA 10p.

  Fyrir rétt QTC sent eða móttekið:

 3. Innihald: tími, kallmerki, tíðni, RST og QSO númer 10p.
 4. Innihaldi QTC að auki: QTH, loftnet, afl, ER/RA 10p.

  Punktar reiknast aðeins ef upplýsingaskiptin eru gagnkvæm, þ.e. ef 3b) eða 3c) upplýsingar nást aðeins aðra leiðina reiknast engir punktar fyrir það. Framantalið gildir fyrir QSO innanlands og við íslendinga erlendis. Fyrir erlendar stöðvar, ekki starfræktar af íslendingum:

 5. Innihald: RST (QSO númer sé skráð en ekki gefið) 1p.
 6. Sé að auki skipst á nafni, afli og QTH 1p.

Engir punktar fyrir QTC.

Á VHF og UHF má hafa samband gegnum endurvarpa eða beint. Til viðbótar fást þar 10 punktar fyrir hvern km. sem haft er QSO án endurvarpa. Fjarlægðir reiknast á grundvelli QTH reits (QTH lokator) milli miðpunkta þeirra reita ("0sub-square"), sem stöðvarnar eru í.

6. Margfaldarar

Þeir eru þrír:

M1 er fjöldi íslenskra kallmerkja, sem haft var QSO við.
M2 er fjöldi íslenskra kallsvæða sem haft var samband við eða úr. Hvert kallsvæði talið einu sinni.
M3 fer eftir aðstæðum M3=10 fyrir ER stöðvar, sem bornar voru með aflgjafa meira en eins kílómetra leið á áfangastað. M3= 8 fyrir aðrar ER stöðvar. M3=5 fyrir RA stöðvar.

7. RA Heimastöðvar

Þær fá hvorki punkta né margfaldara fyrir aðrar RA stöðvar né stöðvar erlendis. Þetta gildir ekki um íslenska þátttakendur erlendis.

8. Lokaárangur

Lagðir eru saman punktar allra banda (samanber þó að 40/20/15/10 metrar reiknast sem eitt band). Sú útkoma er síðan margfölduð með heildarmarg-faldara:

Lokaárangur = Punktar*M1*M2*M3

Hafi menn ekki starfrækt stöðvar sínar allan tíman á sama M3 margfaldara, er tekið vegið meðaltal, þ.e.:

M3= 10*P10+8*P8+5*P5
          Heildarpunktafjöldi

Þar sem P10 er punktafjöldi með M3=10, P8 er punktafjöldi M3=8 og P5 er punktafjöldi með M3=5.

9. Flokkar

Þátttaka er í fjórum flokkum:

 1. Hlustarar.
 2. Nýliðar.
 3. HF/MF flokkur.
 4. VHF/UHF flokkur.


Hlusturum reiknast punktar skv. 5. lið á grundvelli fullgildra útileika-QSO'a og QTC'a sem þeir heyra og skrá rétt.

Þátttaka í HF/MF flokki og VHF/UHF flokki er alveg óháð og hvorki punktar né margfaldarar færast á milli þótt sami þátttakandi taki þátt í báðum flokkum. Gildir það einnig um hlustara.

10. Dagbók

Afriti af dagbók skal skila til ÍRA fyrir 1. október. Þar skal skráð kallmerki, tími, dagsetning, band, punktar, margfaldarar og skilaboð, bæði send og móttekin. Með þessu skal fylgja samantektarblað, sem sýnir fjölda punkta á hverju bandi, flokk, kallmerki, nafn, heimilisfang og lokaárangur. Ummæli eða álit á leikunum eru vel þegin.

11. Vafaatriði

Rísi einhver vafaatriði um túlkun reglna hefur stjórn ÍRA eða þeir sem hún tilnefnir endanlegt úrskurðar vald.

Góða Skemmtun.Til baka efst á síðu